Kopar

  • Kopar

Veitingastaðurinn Kopar stendur við eina af líflegustu götum bæjarins eða við Gömlu höfnina í Reykjavík, sem hefur á undanförnum árum tekið miklum stakkaskiptum og iðar nú af mannlífi og uppákomum. Á Kopar er lögð mikil áhersla á skemmtilega upplifun hvort sem það er í mat, þjónustu, félagsskap eða umhverfi. Sérstaða Kopars felst í spennandi hráefni og fjölbreyttum réttum og má þar nefna sem dæmi að Kopar er fyrsti veitingastaður borgarinnar til þess að bjóða upp á íslenskan grjótkrabba.

Til baka

Opna - Velja - Njóta

Innifalið eru ótakmarkaðir smáréttir í tvær klukkustundir af bröns matseðlinum okkar. Drykkir fylgja ekki með. 

(Hægt er að borga aukalega 2.900 kr á mann á staðnum fyrir botnlausa drykki í tvær klst)

Bröns fyrir tvo - 6.490 kr.

Upplifunin er hluti af Bröns fyrir tvo Óskaskríninu

Áhugavert

Ylfa Helgadóttir yfirmatreiðslumeistari Kopars hefur verið meðlimur Íslenska kokkalandsliðsins í 4 ár og sinnir nú ásamt Garðari matreiðslumanni störfum sem þjálfari landsliðsins.

Gott að vita

Staðurinn rúmar 120 gesti eða um 60 gesti á hvorri hæð og bíður hópa sérstaklega velkomna. Ef hópar eru stærri en 12 manns þarf að panta fyrirfram af hópmatseðli.

Hvar

Geirsgötu 3, 101 Reykjavík við Gömlu höfnina.

Hvenær

Bröns á Kopar er á laugardögum frá kl 12-14

Bókanir

Sími: 567 2700 info@koparrestaurant.is

koparrestaurant.is