Fyrirtæki

Við höfum útbúið Óskaskrín sem henta sérstaklega vel fyrir fyrirtæki.  Í þessari lausn eru mun fleiri valkostir en í hinum hefðbundnu öskjum og henta því sérstaklega vel sem gjöf fyrir stóran hóp starfsmanna.  Þarna eru valkostir fyrir konur og  karla, unga og eldri, pör og einstaklinga, Íslendinga og útlendinga.  Allt í einu Óskaskríni.

Þessi Óskaskrín eru í fjórum verðflokkum.  Kr. 8.900 með 30 ólíkum valkostum - 12.900 með 22 ólíkum valkostum– kr. 16.900 með 72 ólíkum valkostum – kr. 34.900 með 33 ólíkum valkostum. 

Við stofnum svo sérstakt vefsvæði fyrir þau kort sem fyrirtækið gefur þar sem starfsmaðurinn getur slegið inn númer gjafakortsins og séð á hverjum tíma alla þá valkosti sem úr er að velja en úrvalið er stöðugt að batna og breytast og allir nýjir valkostir sem bætast við birtast starfsmanninum hér.

Við bjóðum fyrirtækjum að sérhanna og sérmerkja Óskaskrínið t.d. með logo fyrirtækisins, lit og öðrum sérkennum.  Hér er það bara ímyndunaraflið sem er takmarkandi þáttur.  Handbókin sem er í öskjunni fær svo sama útlit og sömuleiðis gjafakortið sjálft. 

Við getum auk þessa bætt við sérstakri kveðju frá fyrirtækinu sem færi inn í öskjuna.  Jafnframt bjóðum við innpökkun. 

Við bjóðum fyrirtækjum líka að sérmerkja t.d. starfsaldursgjafir, afmælisgjafir og aðrar tækifærisgjafir sem fyrirtæki geta haft á lager hjá sér og við virkjum svo þegar gjöfin er afhent og þá fer jafnframt greiðsla fram.  Mjög þægileg lausn fyrir hinar ýmsu gjafir sem gefnar eru reglulega hjá fyrirtækjum allt árið um kring.

Með því að ýta hér má sjá bækling með þeim fyrirtækjakostum sem í boði eru

Vinsamlegast hafið samband við okkur í info@oskaskrin.is eða í síma 577 5600  til að fá frekari upplýsingar og frekari hugmyndir að frábærri lausn fyrir gjöfina frá fyrirtækinu þínu.

Fyrirtæki

 

Fyrirtæki